is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3706

Titill: 
  • Hljómfall ljóðsins, um hljóm og hrynjandi í flutningi ljóða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um tengsl ljóðlistar og tónlistar í víðum skilningi. Þau eru skoðuð með tækjum hugrænnar bókmenntafræði (e. cognitive poetics) sem er grein af hugrænum fræðum. Leitast er við að svara spurningunum: Eru tengsl á milli ljóðlistar og tónlistar? Ef svo er, í hverju eru þau fólgin? Hvernig skila hljómur og hrynfall sér í lestri og upplestri á ljóðum?
    Í byrjun ritgerðarinnar er almenn umfjöllun um tónlist og tengsl hennar við hugræn fræði. Fjallað er um ljóð, stuðla og hrynjandi í ljóðum í samhengi við skrif Atla Ingólfssonar, Reuvens Tsur, Patricks Colm Hogan o.fl. Í framhaldi kemur stutt umfjöllun um muninn á hefðbundnum lestri ljóða í hljóði og flutningi þeirra.
    Að lokinni almennri umfjöllun um efnið tekur við ljóðgreining á fjórum ljóðum. Ljóðin eru eftir ólík íslensk skáld á 20. öld. Þau eru skoðuð með tilliti til hljóms þeirra, mögulegs hrynbundins flutnings og almennra tengsla þeirra við tónlist. Fyrst er rætt um ljóðið Jakov Flíer leikur sónötu í b-moll eftir Chopin eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur en þar eru áhugaverð tengsl milli hljóðheims ljóðsins og tónverksins. Í Dægurlagi eftir Sigfús Daðason má finna hrynbundna klifun. Ljóðið Á Gnitaheiði eftir Snorra Hjartarson er gott dæmi um línustik (e. enjambment). Í tengslum við ljóð úr ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur Öll fallegu orðin er fjallað um ljóðdvöl (e. caesura) og áhrif þess á hljóm ljóðsins.
    Tengsl ljóðlistar og tónlistar koma vel fram í ritgerðinni. Áhugavert er að skoða hrynjandi, línustik, ljóðdvöl og fleira í tengslum við flutning á ljóðum jafnt sem skynjun hlustandans. Vonandi reynist ritgerðin upphafið að frjórri umfjöllun um tónlist í ljóðum með hliðsjón af hugrænni bókmenntafræði.

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokagerd_fixed.pdf305.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna