ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/371

Titill

Skoðanir á blekkingum : íslenskur hluti fjölþjóðlegrar rannsóknar á menningarmun og samanburður á almennum borgurum og lögreglumönnum

Útdráttur

Hér verður greint frá tveimur rannsóknum á skoðunum á blekkingum. Í rannsókn 1 var lagður spurningalisti fyrir 40 háskólanema, 20 konur og 20 karla. Spurningalistinn var sá sami og notaður var í rannsókn The Global Deception Research Team (2006) á skoðunum fólks á hegðun lygara. Þátttakendur voru beðnir um að gefa til kynna hvort þeir teldu mismunandi yrtar og óyrtar vísbendingar tengjast lygum. Að auki voru þeir spurðir hversu líklega þeir töldu mismunandi einstaklinga til að ljúga, hversu oft fólk lygi og hversu góða þeir töldu sjálfa sig og aðra í greina lygar. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar The Global Deception Research Team (2006) með það í huga að skoða hvort Íslendingar höfðu svipaðar skoðanir á hegðun lygara og fólk annars staðar í heiminum. Helstu niðurstöður voru þær að íslenskir þátttakendur höfðu sömu staðalmyndir af hegðun lygara og fólk frá öðrum löndum. Töldu þeir að lygarar horfðu minna en vanalega í augu viðmælenda, að fólk væri taugaóstyrkt þegar það lýgur, að lygarar snertu eða klóruðu sér meira en vanalega og breyttu oftar en vanalega um líkamsstöðu. Þá töldu þátttakendur að dæmigerður einstaklingur lygi tæplega sjö sinnum í viku og að bæði þeir og aðrir gætu greint um fimm lygar af tíu. Í rannsókn 2 var notast við svör karlkyns þátttakenda úr rannsókn 1 og þau borin saman við svör 20 íslenskra lögregluþjóna. Lagður var sami spurningalisti fyrir lögregluþjóna og notaður var í rannsókn 1. Sett var fram sú tilgáta að skoðanir hópanna á efninu væru svipaðar. Niðurstöður studdu tilgátuna og höfðu lögregluþjónar því svipaðar skoðanir á hegðun lygara og háskólanemar.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
blekking-e.pdf154KBOpinn Skoðanir á blekkingum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
blekking-h.pdf152KBOpinn Skoðanir á blekkingum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
blekking-u.pdf127KBOpinn Skoðanir á blekkingum - útdráttur PDF Skoða/Opna
blekking.pdf615KBTakmarkaður Skoðanir á blekkingum - heild PDF