is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3712

Titill: 
  • Einstaklingsmiðuð lestrarkennsla : snemmtæk íhlutun og fyrirbyggjandi kennsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er í senn bæði heimildarritgerð og kennsluverkefni. Byrjað er á því að fjalla um fræðin á bak við lestrarnámið og lestrarkennsluna. Í seinni hlutanum eru kynntar fjölbreyttar kennsluaðferðir sem rannsóknir sýna að nýtast vel við einstaklingsmiðaða byrjendakennslu í lestri. Kynntar eru þrjár til fjórar gagnreyndar kennsluaðferðir sem þjálfa hvern og einn undirstöðuþátt lestrarnáms. Mikilvægt er að einstaklingsmiðuð lestrarkennsla sé byggð á skimun og mati á stöðu hvers nemanda við upphaf lestrarnámsins til þess að geta unnið út frá þörfum og getu hvers og eins. Með snemmtækri íhlutun er hægt að fækka þeim börnum sem lenda í lestrarerfiðleikum með því að taka mið af forspárþáttum sem geta sagt til um hverjir komi til með að lenda í erfiðleikum með lestur.
    Í framhaldi af því er lögð áhersla á að beita viðurkenndum gagnreyndum kennsluaðferðum sem rannsóknir sýna að flýti fyrir lestrarþróun og sem spái best fyrir um árangur barna í lestri síðar á ævinni. Árangursrík lestrarkennsla þarf að taka mið af fimm undirstöðu þáttum lestrarnáms sem eru: 1) hljóðkerfisvitund, 2) umskráning og hljóðaaðferð, 3) lesfimi, 4) orðaforða, og 5) lesskilning. Ef unnið er markvisst með alla þessa þætti læsis stuðlar það að góðum árangri í lestarkennslu.
    Lykilorð: Stigskipt kennsla

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endanleg_lokaritgerd.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna