ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3715

Titill

Beiting söluverðs við ákvörðun eignarnámsbóta

Útdráttur

Stjórnskipuleg vernd eignarréttarins er ein af undirstoðum þjóðfélagsskipulags vestrænna ríkja. Hugtakið eign hefur ekki fastmótaða merkingu í íslensku lagamáli eða almennri málvenju. Hugtakið er þó fyrst og fremst talið eiga við um þá réttarstöðu sem fær ákveðnum aðila einkaforræði eða einkaumráð tiltekins verðmætis. Vísa hugtökin eignarréttur og eignarréttindi því til þess að rétthafinn hafi einn heimild til umráða og ráðstöfunar verðmæta eða geti krafist þess konar framlaga af öðrum. Í 1. mgr. 72. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 segir að eignarrétturinn sé friðhelgur og engan megi skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji. Til þess þurfi lagaboð og fullt verð skuli koma fyrir. Þær eignaskerðingar sem verða að uppfylla þessi skilyrði stjórnarskrárinnar kallast eignarnám. Það orð er ekki beinlínis að finna í 72. gr. stjskr. en hefur þó tíðkast um langan aldur í lögum, dómum og fræðiritum.
Fjárhæð eignarnámsbóta er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Í fyrri hluta hennar verður stuttlega fjallað um þau þrjú skilyrði sem stjórnarskráin setur fyrir eignarnámi og grundvöll greiðsluskyldu eignarnema. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður leitast við að gera grein fyrir þeim meginsjónarmiðum sem litið er til við ákvörðun eignarnámsbóta. Sérstaklega verður fjallað um hvernig söluverði er beitt við ákvörðun bóta.

Samþykkt
28.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Tinna_Bjork_Kristi... .pdf370KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna