ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/374

Titill

Ljáðu mér eyra : hvað reynist pólskum börnum erfiðast að læra í íslensku

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að finna út hvað reynist pólskum börnum erfiðast að læra í íslensku. Kenning okkar var sú að það tengdist að mörgu leyti því sem ólíkt er á milli tungumálanna. Gerðar voru mállýsingar á íslensku og pólsku og þær bornar saman til að finna þá þætti sem eru ólíkir en um leið þá þætti sem málin eiga sameiginlega. Tekin voru viðtöl við fjóra pólska unglinga og hlustað eftir frávikum í máli þeirra frá íslensku máli og málvenjum. Auk þess voru þátttakendur meðal annars spurðir hvað reynist þeim erfiðast að læra í íslensku. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flest frávik frá íslensku máli og málvenjum komu fram hjá fleiri en einum þátttakanda. Einnig sýna þær að rekja megi frávik þátttakenda til þeirra þátta sem greina tungumálin að. Því er mikilvægt að kynna sér móðurmál nemenda sem hafa íslensku sem annað mál til að koma betur til móts við þarfir þeirra og auðvelda þeim þannig nám í íslensku. Hér er móðurmál skilgreint sem það tungumál sem barnið lærir fyrst og talað er á heimili þess.

Samþykkt
14.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf888KBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna