ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3747

Titill

Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (PBS). Viðhorf foreldra og þekking þeirra á kerfinu

Efnisorð
Útdráttur

PBS – heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun, er heildstæð nálgun sem nær til alls skólans til að bæta samskipti, aga og hegðun. Meginmarkmið PBS er að stuðla að bættum námsárangri og heilbrigðum félagsþroska nemenda í öruggu, námshvetjandi umhverfi. Samstarf heimila og foreldra er mikilvægur þáttur í námi sérhvers barns og samkvæmt PBS eru foreldrar lykilsamstarfsaðilar þegar styðja á við árangur í skólanum og hvetja til æskilegrar hegðunar. Því er mikilvægt að skoða sérstaklega viðhorf foreldra til PBS og þekkingu þeirra á kerfinu. Í þessari rannsókn tóku 627 foreldrar þátt í fimm skólum sem hafið hafa innleiðingu PBS. Notast var við 34 atriða spurningalista sem hannaður var sérstaklega fyrir þessa rannsókn til að meta viðhorf og þekkingu foreldra til PBS. Niðurstöður voru þær að foreldrar voru almennt jákvæðir í garð PBS og vildu langflestir halda því áfram. Meirihluti foreldra taldi sig skilja hvernig PBS virkar og yfir helmingur foreldra vill aukna fræðslu um PBS. Niðurstöður eru settar fram fyrir heildarúrtak sem og fyrir hvern skóla fyrir sig og þeir bornir saman. Niðurstöður þessarar fyrstu rannsóknar hér á landi á viðhorfum foreldra til PBS gefa mikilvægar vísbendingar um viðhorf foreldra og þekkingu sem nýtast ættu skólunum í vinnu þeirra samkvæmt PBS kerfinu.

Samþykkt
5.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kristin_Elva_Vidar... .pdf906KBLokaður Heildartexti PDF