ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3759

Titill

Að lesa og skrifa list er góð : undirstöðuþættir læsis

Útdráttur

Ritgerðin er lögð fram til fullnustu B.Ed. gráðu við háskóla Íslands á Menntavísindasviði. Hún fjallar almennt um undirstöðuþætti læsis. Höfundar nýttu sér fjölmargar heimildir og gera grein fyrir helstu kenningum fræðimanna. Fræðileg umfjöllun er um þróun læsis, snemmtæka íhlutun, einstaklingsmiðað nám, kennsluaðferðir, hljóðkerfisvitund, umskráningu, ritun, lesfimi, orðaforða og lesskilning. Sú umfjöllun er síðan tengd við niðurstöður úr viðtölum sem tekin voru við fimm kennara í 1. bekk á höfuðborgarsvæðinu til þess að fá innsýn í lestrarkennsluna. Rannsóknarspurningar sem lagðar voru til grundvallar voru:
• Hverjir eru mikilvægustu þættir læsis og hvernig er unnið með þá í grunnskólum?
• Hvernig vinna kennarar í 1. bekk með byrjendalæsi?
• Hvaða kennsluaðferðum beita kennarar við lestrarkennslu í 1. bekk.
Markmið ritgerðarinnar er að skyggnast inn í kennsluaðferðir og kennsluhugmyndir sem notaðar eru í 1. bekk og einnig að tengja þær við lestrarkennslufræðin. Einnig er mikilvægt að leggja áherlsu á mikilvægi þess að kennarar hafi fræðilega þekkingu og noti faglegar nálganir við kennslu lesturs.
Þetta lokaverkefni á að nýtast lestrarkennurum og kennaranemum.
Lykilorð: Rannsóknir, hljóðkerfisvitund, umskráning, lesfimi, orðaforði, stafainnlögn, snemmtæk íhlutun, einstaklingsmiðað nám.

Samþykkt
29.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf11,7MBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna