ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/376

Titill

Hvernig getur Numicon stutt börn í stærðfræðinámi : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar

Útdráttur

Þetta er greinargerð með lokaverkefnisvef til B.Ed.-prófs sem unninn var af Elísabetu Valdimarsdóttur og Ólafíu Ósk Sigurðardóttur nemum á grunnskólabraut við Kennaraháskóla Íslands vorið 2007.
Leiðsagnarkennarar við verkefnið voru Oddfríður Kristín Wallis Traustadóttir og Guðbjörg Pálsdóttir, lektor við KHÍ.
Vefurinn fjallar um Numicon sem eru stærðfræðileg námsgögn, uppruna þeirra og sögu.
Það er vel þekkt að sumir einstaklingar eiga í erfiðleikum með að læra eða nota stærðfræði. Ætlun okkar er að sýna fram á hvernig Numicon gagnast þessum einstaklingum í gegnum hlutbundna vinnu með tölur og reikniaðgerðir og hvert notagildi þess er við stærðfræðikennslu.
Á vefnum er fjallað stuttlega um stærðfræðiörðugleika (dyscalculiu), Catherine Stern, Montessori stefnuna og Gattegno og Cuisenaire. En Numicon námsgögnin eru m.a. byggð á hugmyndum þessara aðila. Meginefni vefsins er að gera grein fyrir Numicon námsgögnunum og notkunarmöguleikum þeirra. Sýnd eru dæmi um hvernig Numicon gagnast einstaklingum, sem eiga við stærðfræðiörðugleika að stríða eða einhvers konar fötlun, í gegnum hlutbundna vinnu með tölur og reikniaðgerðir ásamt notagildi Numicon við stærðfræðikennslu.

Samþykkt
14.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
EV_OOS_Greinargerd.pdf65,4KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
numicon_vefur.zip7,01MBOpinn Vefur GNU ZIP Skoða/Opna