is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3772

Titill: 
  • Hver er áherslumunurinn á hugmyndafræði heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun og uppbyggingarstefnunni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum við Háskóla Íslands á Menntavísindasviði. Markmið hennar var að komast að því í hverju áherslumunurinn á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (en. School Wide-Positive Behavior Support, SW-PBS) og uppbyggingarstefnunni (en.Restitution)
    liggur. Þessar agastjórnunaraðferðir miða báðar að því að þroska siðgæðisvitund nemenda og ná fram viðeigandi hegðun í skólastarfi og utan þess. Aðal áherslumunurinn liggur í því hvernig hvatningu og umbun er beitt á nemendur. Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun styðst við ytri hvatningu og umbun á meðan uppbyggingarstefnan notar innri hvatningu þar sem nemendur þurfa að leita svara við hegðun sinni með sjálfsskoðun. Fjallað var ítarlega um agastefnurnar tvær og hvernig innleiðingarferli þeirra er í skólastarfið. Ritgerðin ætti að nýtast kennurum, skólastjórnendum og öllum þeim sem hafa áhuga á að læra um jákvæðar aðferðir við uppeldi.

Samþykkt: 
  • 29.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið.pdf2.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna