is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3778

Titill: 
  • Um menntunarhlutverk listasafna : rannsókn á starfsemi Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Nordiska Akvarellmuseet gagnvart grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um menntunarhlutverk safna gagnvart grunnskólunum. Markmið ritgerðarinnar var að taka saman fræðilegt efni um það starf sem unnið hefur verið innan safnfræðslu til grunnskóla. Einnig er leitast við að sýna þær hugmyndir sem fram hafa komið frá ýmsum fræðimönnum og frumkvöðlum innan safnfræðinnar er snúa að grunnskólanum. Framkvæmd var rannsókn þar sem myndmenntakennarar svöruðu spurningum um safnaferðir sínar með nemendahópa. Einnig voru tekin viðtöl við starfsmenn þriggja listasafna til að athuga hvernig safnfræðsla í garð grunnskóla færi fram og hvernig samstarf milli skóla og safna væri háttað.
    Niðurstöður allra heimilda sýna að samstarf safns og skóla sé álitið mikilvægt af öllum þeim er koma að starfsemi safnsins sem og myndmenntakennurum grunnskólanna. Hins vegar er ekki er lögð næg áhersla á mikilvægi safnaheimsókna grunnskólanemenda af þeim yfir-völdum er sjá um rekstur skóla og listasafna. Tíma- og fjárskortur er ein af aðal hindrunum bættra og aukinna safnaferða en vilji flestra til að gera listasöfnin að menntastofnunum er fyrir hendi. Vonast er til að hægt sé að nýta þessi skrif til að auka meðvitund um mikilvægi safna sem menntunarþátt í kennslu hjá grunnskólanemum.
    Lykilorð: Myndmenntakennarar, safnakennarar.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
irislinda_um_menntunarhlutverk_listasafna_fixed.pdf586.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna