ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3789

Titill

Hvað er algebra? : hvernig tengist hún mismunandi þáttum stærðfræðinnar?

Útdráttur

Þetta verkefni fjallar um algebru og helstu þætti hennar. Rakin er saga algebrunnar, hver tilgangur hennar er fyrir nemendur og hver markmið hennar eru samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Jöfnur eru kynntar og hver tilgangur þeirra er, farið er í þau atriði sem mikilvæg eru þegar þær á að kenna og ber þar helst að nefna hlutverk jafnaðarmerkisins, sviga og raðir reikniaðgerða og tungumál algebrunnar. Fjallað er um mynstur og mismunandi gerðir þeirra og hvernig má alhæfa út frá þeim. Föll eru skilgreind og ólík framsetningarform þeirra kynnt ásamt stuttri kynningu á línulegum föllum. Í verkefninu má finna fjölmörg dæmi og myndir til útskýringar á því efni sem fjallað er um hverju sinni.
Úttektin leiddi í ljós að algebra felur í sér mun meira en bókstafareikning. Hún er tungumál sem byggist á alhæfingu með tölum og táknum og er stærðfræði mynstursins. Til að geta náð góðum tökum á algebrunni er eitt helsta grundvallaratriðið að kunna skil á jafnaðarmerkinu ásamt því að geta notað tungumál stærðfræðinnar.

Samþykkt
30.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Titilsida_fixed.pdf26,3KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
pa_fixed.pdf62,6KBOpinn Kápa PDF Skoða/Opna
pd_fixed.pdf13,4MBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna