ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3793

Titill

Skólamál fatlaðra og velferðaríkið

Útdráttur

Uppbygging íslenska velferðaríkisins og samspil þess í þróun málefna fatlaðra er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Gert er grein fyrir þróun velferðríkjanna sem lögðu grunninn að nútíma velferðaríkjum. Barátta og vinna aðstandenda og annarra leikmanna fatlaðra átti stóran þátt í að umbætur áttu sér stað með lagasetningum. Viðhorfið áður var að fólk væri best geymt á stofnunum út frá læknisfræðilega sjónarhorninu, hvers konar fötlun var álitinn sjúkdómur sem yrði að lækna. Norræna tengslasjónarhornið er ríkjandi í lögum og reglugerðum þar sem áherslan er á virkni og þátttku fatlaðra. Þegar kemur að því að meta rétt til bóta eða þjónustu er gerð krafa um læknisfræðilega greiningu. Á öllum skólastigum er farið fram á greiningu við mat á stuðningi. Virkni fatlaðra barna er mest í leikskólum, nokkuð góð í grunnskólum en svo verður aðgreiningin meiri þegar upp í framhaldskólann er komið. Skólinn er samkvæmt rannsóknum ósveigjanleg stofnun sem á erfitt með að breyta kennslufyrirkomulagi. Æskilegt er að skólinn sem gegnir félagsmótunar hlutverki auk fræðsluhluverks stuðli betur að samskiptum fatlaðra og ófatlaðra einnig. Skólinn er sá vettvangur þar sem grunnur er lagður að þátttöku fatlaðra í samfélaginu og því ber kennurum og öðru starfsfólki skólanna að stuðla að auknum samskiptum. Íslendingar eyða minnstum fjármunum til þessara mála af Norðurlöndunum.

Samþykkt
30.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BrynjaOskRitgerd_f... .pdf338KBLokaður Heildartexti PDF