is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3804

Titill: 
  • Sveitin og samþætting námsgreina : fræðileg umfjöllun um samþættingu og kennsluverkefni tengt sveitinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samþætting námsgreina byggir á því að námsgreinar, tvær eða fleiri eru kenndar saman markvisst til að ná ákveðnum markmiðum. Samþætting viðfangsefna er leið fyrir kennarann og nemendur að sannreyna í skólastarfi að veröldin er ekki samhengislaus, heldur er hvað öðru háð. Gildi samþættingar er mikið og má þar helst nefna að meiri líkur eru á því að hver nemandi fái viðfangsefni og verkefni við sitt hæfi og fjölmörg tækifæri skapast fyrir virka þátttöku nemenda. Samþættingin tengir við daglegt líf og nemendur geta nálgast verkefnin frá fleiru en einu sjónarmiði í samþættum verkefnum. Helsta gagnrýnin á samþættingu felur í sér reynsluleysi og óöryggi kennara hvað hana varðar. Forsendur samþættingar má rekja til gagnrýni á einangraða formgerð greina og vanhæfni greinanna til að mæta þeim vandamálum sem nemandinn tekst á við í daglegu lífi. Finna má grunn að sjónarmiðum samþættingar í verkum Piaget, Dewey, Bruner og fleirum sem standa fyrir heildrænni sýn á nám. Kenningar þeirra fyrrnefndu og fjölgreindakenning Gardners eiga vel við nám sem skipulagt er út frá samþættingu námsgreina. Samþættingar er oft getið í aðalnámskrá grunnskóla, bæði eldri og nýjum og af því má sjá að þaðan kemur krafa um samþættingu námsgreina. Grunnskólar landsins virðast einnig vinna með samþættingu að töluverðu marki og oft er getið um samþættingu námsgreina í skólanámskrám skólanna. Sköpunarhæfni, leikir í skólastarfi, þemanám og söguaðferðin eru allt atriði sem hafa verður í huga þegar fjallað er um samþættingu námsgreina þar sem þessi atriði eiga við eða fela í sér samþættingu námsgreina. Kjörið er nýta sér einkenni söguaðferðarinnar og útbúa kennsluverkefni þar sem sveitin er þemað og unnið er að sjónarmiðum samþættingar. Með því móti er hægt að samþætta margar námsgreinar og koma inn á ólíka þætti námskrárinnar.

Samþykkt: 
  • 30.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360in - Lokaskjal.pdf746.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna