ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3831

Titill

Náttúran og umhverfið í uppeldi leikskólabarna : hugmyndabanki með útiverkefnum fyrir leikskólann Gullkistu á Laugarvatni

Útdráttur

Náttúran og umhverfið í uppeldi leikskólabarna er viðfangsefni þessa lokaverkefnis. Í greinargerðinni er reynt að svara því hvers vegna náttúran og umhverfið er mikilvægur liður í leikskólauppeldi. Meðal annars er fjallað um dvínandi tengsl mannsins við náttúruna og hugsanlegar orsakir þess. Komið er lítillega inn á hugmyndir fræðimannanna Dewey, Gardner, Comenius og Rousseau. Einnig er fjallað um áhrif náttúrunnar á andlega og líkamlega líðan barna. Fjallað er um hegðunarvandamál og hugmyndir um að útivera dragi úr þeim. Að lokum er hlutverki leikskólakennarans í sambandi við útikennslu gerð skil.
Aðal viðfangsefnið er hugmyndabanki með ýmis konar verkefnum til að vinna úti í náttúrunni. Í honum er reynt að flokka verkefnin eftir því hvaða námssviðum þau tengjast. Mörg verkefnin tengjast fleiri námssviðum en þeim sem þau eru flokkuð í en höfundur reynir eftir bestu getu að staðsetja þau. Hugmyndabankanum er skipt upp í þrjá kafla: Hreyfing og tónlist, náttúra og umhverfi og menning og samfélag. Málrækt og myndsköpun fléttast inn í alla kaflana. Markmið hugmyndabankans er að hvetja starfsfólk til að færa starfið í auknum mæli út fyrir húsnæði leikskólans og út fyrir leikskólalóðina.
Lykilorð: Hugmyndabanki, útiverkefni.

Samþykkt
1.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Greinargerd-nattur... .pdf236KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
Heildarskjal.pdf4,45MBOpinn Heildartexti - greinargerð og hugmyndabanki PDF Skoða/Opna
Hugmyndabanki med ... .pdf5,37MBOpinn Hugmyndabanki PDF Skoða/Opna