is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3832

Titill: 
  • Áhrif fjölmiðla á staðalímyndir kvenna í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir þá þætti sem hugsanlega geta haft áhrif á staðalímyndir kvenna í íþróttum. Þáttur fjölmiðla í því að móta og viðhalda ríkjandi staðalímyndum verður skoðaður og tengdur við kenninguna um habitus. Lagt er upp með það að fjölmiðlar geti verið einn af stærstu áhrifavöldunum á ímynd íþróttafólks og íþróttaumfjöllun því mikilvæg þegar kemur að jafnrétti kynjanna innan íþrótta. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á umfjöllun kynjanna í fjölmiðlum, hafa þær sýnt að mikil kynjaslagsðíða er í fjölmiðlum og þá ekki síst í íþróttaumfjöllun. Einnig sýna rannsóknir að munur er á hversu mikla umfjöllun ákveðnar íþróttir fá og í flestum tilvikum fær fótbolti lang mesta umfjöllun. Í kjölfar góðs gengis íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var uppi hugmynd um að aukning hefði orðið á íþróttaumfjöllun kvenna. Gerðar voru stikkprufur á íþróttablaði Morgunblaðsins þar sem teknar voru fyrir tvær vikur, allar umfjallanir og myndir skoðaðar og greindar eftir kyni. Miðað við niðurstöður úr þessum stikkprufum virðist sem engin aukning hafi orðið á umfjöllun um íþróttir kvenna og er það í samræmi við eldri rannsóknir sem farið er yfir.

Samþykkt: 
  • 1.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_Birna_fixed.pdf324.11 kBLokaðurHeildartextiPDF