is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/383

Titill: 
  • Áherslur í ritun yngri barna í grunnskóla frá 1960-2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætlum við að skoða hvaða áherslur hafa verið ríkjandi í ritunarkennslu yngri barna í grunnskólum frá árinu 1960, þegar ný námskrá kom út til ársins 2007. Þá er viðmiðið námskráin sem kom út árið 1999.
    Þegar við byrjuðum að velta fyrir okkur hvað við ætluðum að fjalla um þá höfðum við báðar áhuga á því að fræðast um hvort það hafi orðið einhverjar áherslubreytingar samkvæmt námskrám í ritunarkennslu barna á síðustu áratugum.
    Okkar tilgáta í byrjun var sú að litlar sem engar áherslubreytingar hafi orðið í gegnum árin í ritunarkennslu. Okkur langaði að vita hvort áherslur í ritunarkennslu væru þær sömu og þegar við vorum í grunnskóla. Í námi okkar höfum við verið í æfingakennslu hjá nemendum á yngsta stigi og gátum við ekki séð mikinn mun á ritunarkennslunni þar og þegar við vorum í skóla. Þær breytingar sem hafa orðið eru meira tengdar kennsluaðferðum, sem eru orðnar fjölbreyttari en áður.
    Þess vegna vakti það áhuga okkar á að athuga hvort við hefðum á réttu að standa.
    Við ákváðum að best væri að hafa þetta eins konar heimildarannsókn þar sem við myndum aðallega skoða heimildir, bæði gamlar og nýjar tengdar ritun. Fljótlega komumst við að því að það sem gagnaðist okkur best að skoða voru námskrárnar frá þessum tíma. Á seinni stigum vinnunnar tókum við viðtöl við fjóra gamalreynda kennara og spurðum um sýn þeirra og reynslu af ritunarkennslu. Með því fengum við meiri innsýn í hvaða reynslu þær hafa að ritunarkennslu og hvaða breytingar þær hafa orðið varar við í gegnum árin sem þær hafa verið að kenna.
    Okkar heimildavinna fólst í því að skoða gamlar námskrár. Við ákváðum að fjalla um seinnihluta síðustu aldar og miðuðum þá við að byrja þegar ný námskrá kom út árið 1960 og til þeirrar nýjustu frá árinu 1999 og bera þær saman. Við nýttum okkur bókasafn KHÍ mjög vel. Við leituðum heimilda á netinu en fundum ekkert þar. En við gátum nýtt okkur Gegni til að vita hvar heimildanna var að finna á bókasafninu.

Samþykkt: 
  • 15.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf290.5 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna