ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3883

Titill

Aðgerðarhyggja í sálfræði

Útdráttur

Hér er aðgerðarhyggja sálfræðinnar kynnt og aðgerðarskilgreining hennar athuguð. Farið er yfir sögu aðgerðargreiningar Bridgmans og hvernig sálfræðingar breyttu henni í aðgerðarhyggju. Rætt er um deilur sem hafa sprottið í kringum aðgerðarhyggjuna og aðgerðarskilgreiningar sálfræðinga. Deilurnar hafa einkum snúist um það hvort að það sé rétt að kenna sálfræðinemum að þeir verði að aðgerðarskilgreina hugtök í rannsóknum sínum og hvort aðferðin hafi slæm áhrif á kenningasmíð sálfræðinga. Í lokin er rætt um umfjöllun um aðgerðarhyggju í sögubókum og um aðgerðarskilgreiningar í aðferðafræðibókum. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að mikilvægt sé að sálfræðinemar læri hvaðan aðgerðarskilgreining kemur, af hverju hún kom fram og hvaða þekkingarfræðilegur vandi fylgi henni. Það kom einnig í ljós af óformlegri könnun á aðferðafræðibókum og bókum um sögu sálfræðinnar að það megi bæta umfjöllun um aðgerðarhyggju og aðferðir hennar.

Samþykkt
5.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Adgerdarhyggja_i_s... .pdf181KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna