ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3889

Titill

Auðveldar tákn með tali aðgreiningu? Samanburður á aðgreiningu með annarsvegar tali og hins vegar tákn með tali

Útdráttur

Þremur börnum í sérskóla fyrir fötluð börn var kennd aðgreining milli sex fána með
táknum og tali og annarra sex fána einungis með tali. Notast var við breytilegt
inngripssnið (alternating treatment design) þar sem aðferðirnar voru kenndar til
skiptis yfir tímabil. Einstaklingstilraunasnið var notað til að meta hvort börnin væru
fljótari að læra aðgreiningu eftir því með hvorri aðferðinni þeim var kennt. Þá var
kannað hvort hegðun barnanna, ef þau lærðu fánana með táknum og tali, væri undir
stjórn tals, tákna eða beggja. Niðurstöður rannsóknarinnar voru mismunandi eftir
börnum. Fyrsti þátttakandinn lærði ekki aðgreiningu milli fána með tal aðferðinni og
táknin virtust auðvelda honum nám þó svörun hans hafi verið undir stjórn talsins.
Annar þátttakandinn var fljótari að læra aðgreininguna í fyrri hlutanum með tákn með
tali (TMT) aðferðinni en tal aðferðinni í seinni hlutanum. Þriðji þátttakandi gat ekki
lært aðgreiningu milli fánanna með TMT aðferðinni og það virtist trufla hann að hafa
táknin. Útfrá þessum niðurstöðum má álykta að tákn með tali henti ekki öllum og því
þarf að skoða vandlega hvað hentar hverjum og einum áður en kennsla hefst ef
ætlunin er að börnin nái betri færni á talmáli.

Samþykkt
6.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hugrun_og_Kolbrun_... .pdf1,44MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna