is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3898

Titill: 
  • Tengsl húðkroppunaráráttu við áráttu- og þráhyggjueinkenni, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé „ekki alveg rétt”
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Húðkroppunarárátta einkennist af síendurteknu kroppi á húðinni sem veldur sárum, verulegri vanlíðan og/eða truflun á starfshæfni. Athuguð voru tengsl húðkroppunaráráttu við einkenni áráttu- og þráhyggju, fullkomnunaráráttu og tilfinningar um að eitthvað sé ekki alveg rétt (EART). Spurningalistar voru lagðir fyrir 481 háskólanema, 69% þeirra voru konur, meðalaldur var 26 ár. Spurningalistarnir voru: Skin Picking Scale (SPS), Obsessive Compulsive Inventory-Revised (OCI-R), Multidimensional Perfectionism Scale (MPS), Not Just Right Experiences Questionnaire revised (NJRE-Q-R) og Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS). Niðurstöður sýndu að bæði fullkomnunarárátta og áráttu- og þráhyggjueinkenni höfðu jákvæð tengsl við alvarleika húðkroppunaráráttu eftir að stjórnað hafði verið fyrir kyn, þunglyndi og kvíða. Stigveldisaðhvarfsgreining leiddi hins vegar í ljós að hvorki áráttu- og þráhyggjueinkenni né fullkomnunarárátta gáfu marktæka forspá um alvarleika húðkroppunaráráttu þegar stjórnað var fyrir áhrif EART. EART spáði hins vegar marktækt fyrir um alvarleika húðkroppunaráráttu þegar stjórnað var fyrir áhrif allra annarra breyta. EART hefur því sértæk tengsl við húðkroppunaráráttu en tengsl áráttu- og þráhyggjueinkenna og fullkomnunaráráttu við húðkroppunaráráttu virðast ekki vera til staðar nema að svo miklu leyti sem að þessar hugsmíðar fela í sér EART.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tta_skemman_fixed.pdf314.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna