ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3901

Titill

Leikið og lært. Greinargerð með safnkennsluefni fyrir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið

Útdráttur

Frá upphafi hafa söfn verið miðstöðvar þekkingar og þekkingaröflunar. Þangað hefur fólk sótt sér fræðslu og skemmtun og þar hafa verið varðveittir munir og minjar frá fornri tíð.
Lengi vel voru söfn hljóðir staðir sem minntu helst á kirkjur eða musteri. Börn þóttu ekki æskilegir safngestir, þau voru talin vera fyrir og safngripirnir í hættu nálægt þeim. Á undanförnum áratugum hefur þetta viðhorf sem betur fer breyst. Forsvarsmenn safna hafa lagt sig fram við að auðvelda gestum að skoða og skilja það sem söfnin hafa upp á að bjóða og víða má sjá þess dæmi að mikill hugur er í safnmönnum og vilji til að leita nýrra leiða við framsetningu og miðlun efnisins.
Endurmat á söfnum og safnastarfi hefur átt sér stað og er nú aukin áhersla lögð á fræðslu- og uppeldishlutverk safna. Skólaheimsóknir eru fastur liður í starfsemi margra safna þar sem boðið er upp á sérstaka leiðsögn fyrir börn. Safnkennsla er mikilvægt tæki til að gefa börnum og ungmennum innsýn í söguna. Þannig er hægt að vekja áhuga á list og menningu ásamt því að efla vitund um menningararfleið og menningarsögu.
Víða erlendis hefur sú hugmyndafræði að opna söfn fyrir börn verið við lýði og settar hafa verið upp sérstakar sýningar fyrir börn. Hér á landi hefur þróunin einnig verið í sömu átt og er á nokkrum söfnum boðið upp á sérstakar sýningardeildir ætlaðar börnum eða leiðsögn sem sniðin er að þörfum barna. Þó eigum við enn langt í land að ná nágrannaþjóðum okkar hvað þessa þjónustu varðar.
Greinargerð þessi er sett fram til að skýra þá hugmyndafræði sem liggur að baki kennsluefnis fyrir fjóra aldurshópa leik- og grunnskólabarna, sem unnið var fyrir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Fjallað verður um undirbúningsferlið og heimildaöflun, ásamt því sem kennsluefnið og samsetning þess er kynnt. Jafnframt er fjallað um fræðsluhlutverk safna og stöðu og stefnu á sviði safnfræðslu á Íslandi.

Samþykkt
6.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Brynhildur_Eva_Bjo... .pdf1,76MBLokaður Heildartexti PDF