ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3927

Titill

Tengsl tilfinningaólæsis, líkamsvitundar og leiða við húðkroppunaráráttu

Útdráttur

Húðkroppunarárátta einkennist af sífelldu kroppi í húð sem veldur sárum. Getur hún valdið fólki mikilli vanlíðan. Tilfinningaólæsi (alexithymia) felst í því að eiga erfitt með að bera kennsl á tilfinningar sínar og einblína á ytra áreiti og líkamlegar kenndir fremur en eigið hugarástand. Kannað var hvort tengsl væru milli tilfinningaólæsis, líkamsvitundar (somatic awareness), leiða (boredom) og húðkroppunaráráttu. Tilgátan var sú að tilfinningaólæsi gæti spáð fyrir um húðkroppunaráráttu og að líkamsvitund annars vegar, og leiði hins vegar, væru þar millibreytur. Þátttakendur voru 337 nemendur við Háskóla Íslands og svöruðu þeir spurningalistum um húðkropp, (Skin Picking Scale), kvíða og þunglyndi (HADS), líkamsvitund (Pennebaker Inventory of Limbid Languidness), leiða (Boredom Proneness Scale) og tilfinningaólæsi (Toronto Alexithymia Scale, TAS – 20). Í ljós kom að tilfinningaólæsi spáir fyrir um húðkroppunaráráttu, jafnvel þegar stjórnað er fyrir áhrif kvíða og þunglyndis og fékk tilgátan um að líkamsvitund væri þar millibreyta stuðning. Tilgátan um að leiði væri millibreyta í sambandi tilfinningaólæsis við húðkropp fékk ekki stuðning en þessi tengsl þarf að kanna nánar.

Samþykkt
6.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
berglj_forsida_fixed.pdf22,8KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
t_gyda_bggritg_fixed.pdf300KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna