is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3938

Titill: 
  • Aðbúnaður og aðstæður við sundkennslu í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er greint frá niðurstöðum úr vettvangskönnun sem framkvæmd var í mars 2009 á aðbúnaði og aðstæðum við sundkennslu á höfuðborgarsvæðinu, skoðun íþróttakennara á þeirri aðstöðu sem þeir hafa og tilfinningu þeirra gagnvart sundkunnáttu nemenda. Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvort íþróttakennarar almennt deildu þeirri tilfinningu með höfundum þessa rits að sundkunnátta nemenda í efri bekkjum grunnskóla hafi farið versnandi og hvort þar gætu aðbúnaður og aðstæður sem kennurum er boðið upp á haft áhrif.
    Farið var með lokaðan spurningalista á alla sundstaði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram fór sundkennsla og hann lagður fyrir þá íþróttakennara sem voru að kenna. Þannig náðist til 65 íþróttakennara frá 61% allra grunnskóla á svæðinu.
    Þó margt áhugavert hafi komið í ljós í þessari könnun var niðurstaðan sú að viðhorf íþróttakennara til aðbúnaðar og aðstæðna við sundkennslu í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu er mjög gott. Mikil og almenn ánægja ríkir meðal þeirra sem þátt tóku í könnuninni og eru þeir að meirihluta ekki sammála því að sundkunnátta í efri bekkjum grunnskóla hafi farið versnandi. Engu að síður kom í ljós að töluverð skerðing virðist eiga sér stað á sundnámi nemenda.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Finalopti_fixed.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna