ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3949

Titill

Réttur fatlaðra barna : upplifun foreldra

Útdráttur

Markmið með verkefni þessu er að fá innsýn í þá þjónustu sem börn með fötlun og fjölskyldur þeirra fá frá hinu opinbera. Á Íslandi er að finna fjölmörg lög og reglugerðir sem koma að réttindum barna, auk þess sem sérlög um málefni fatlaðra gera enn betur grein fyrir rétti þeirra. Í fyrri hluta verkefnisins er fjallað um skilgreiningar á hugtakinu fötlun, lög og reglugerðir, rætt um þjónustuaðila og réttindagæslu, auk þess sem fjallað er um sérkennslu í leikskólum. En til þess að fá fá skýrari mynd af þeirri þjónustu sem stendur foreldrum til boða og hvernig hún hefur nýst þeim, var rætt við þrjár mæður um upplifun þeirra af þjónustunni. Skoðuð voru þrjú ólík sveitarfélög sem viðmælendur búa í og könnuð sú þjónusta sem þar er í boði. Niðurstöður úr viðtölum við foreldra voru þær að þeim fannst þjónustuferlið sem tengist hinu opinbera vera þungt í vöfum, en almenn ánægja var með þá þjónustu sem börnin fengu í leikskólum sínum. Í lokin er rætt um hvað sé til ráða til að bæta þá þjónustu sem lögbundin er fötluðum börnum.

Samþykkt
7.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
351ttur barna).pdf339KBLokaður Heildatexti PDF