ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3952

Titill

Tár, bros og takkaskór : íþróttaiðkun barna með ADHD og áhrif þjálfara á þátttöku þeirra í íþróttum

Útdráttur

Viðfangsefni þessa verkefnis var íþróttaiðkun barna með ADHD. Tilgangurinn var að kanna hver áhrif íþrótta á börn með ADHD eru, skoða hver þáttur íþróttaþjálfara er í þátttöku þeirra í íþróttum og hver þekking knattspyrnuþjálfara er á ADHD.
Í þessu verkefni var notast við viðtalskönnun. Tekin voru viðtöl við þrjá starfandi knattspyrnuþjálfara ásamt því að ræða við fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands til þess að fá upplýsingar um námsþætti þjálfaranámskeiða sambandsins. Helstu niðurstöður sýna að íþróttir geta verið mikilvægur þáttur í lífi barna með ADHD þar sem íþróttaiðkun getur aukið líkur á félagslegri færni og spila þjálfarar stórt hlutverk í þátttöku þeirra í íþróttum. Jákvæð aðstaða til íþróttaiðkunar fyrir börn með ADHD getur hjálpað þeim í samskiptum við jafningja og aukið lífsgæði þeirra.

Samþykkt
7.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
HalldoraIngvarsdot... .pdf295KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna