ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3954

Titill

„Það sem gert er með gleði er vel gert“ : hvaða leiðir er hægt að fara til að koma í veg fyrir streitu og kulnun í starfi hjá forstöðumönnum í búsetu fatlaðra?

Útdráttur

Verkefni þetta fjallar um starf forstöðumanna í búsetu fatlaðra og leiðir til þess að koma í veg fyrir kulnun í starfi þeirra. Farnar voru tvær leiðir til að finna út hvort að forstöðumenn upplifi álag og streitu í starfi sem getur leitt til kulnunar. Fræðilegar heimildir varðandi þessa þætti voru skoðaðar ásamt því að rýna í starfssvið forstöðumanna. Að auki var gerð lítil könnun, sem send var til allra forstöðumanna í búsetu á Íslandi og tekin voru viðtöl við þrjá forstöðumenn sem starfa við búsetu. Það kom í ljós að forstöðumenn upplifa almennt mikið álag í starfi og starfsábyrgðin þeirra er mjög mikil.
Megin markmið verkefnisins var að koma með tillögur að leiðum til að koma í veg fyrir álag og kulnun í starfi forstöðumanna í búsetu fatlaðra. Í fræðilegri umfjöllun kemur fram að kulnun í starfi er ekki vandamál einstaklingsins heldur er það merki um truflaða starfsemi innan stofnunar og því vandamál hennar. Þar af leiðandi er það aðallega í höndum rekstraraðila að stuðla að því að forstöðumenn upplifi starfsánægju í starfi sínu.
Lykilorð: Forstöðumenn.

Samþykkt
7.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BAverkefni.pdf569KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna