is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3961

Titill: 
  • Háskólanám fyrir alla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun og þann fræðilega grunn sem slíkt nám byggir á. Auk þess er sjónum beint að tilraunaverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem fór af stað 2007 en tilgangur þess er að bjóða fólki með þroskahömlun upp á einstaklingsmiðað háskólanám. Námið er skipulagt sem tveggja ára starfstengt diplómanám. Markmið námsins var að auka möguleika á auknum atvinnutækifærum á hinum almenna vinnumarkaði og auk þess aukna möguleika til fullrar samfélagsþátttöku. Ritgerðin byggir einnig á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á vorönn 2009. Lykilþátttakendur voru sjö en þeir eru allir nemendur í starfstengda diplómanámsinu, auk móður eins viðmælandans sem var viðstödd viðtalið við hann. Viðmælendur mínir voru á aldrinum 22- 29 ára, og voru það fjórar konur og 3 karlmenn. Markmiðið með rannsókninni var að skyggnast inn í hugarheim viðmælenda minna og kanna upplifun þeirra af náminu og hvaða þýðingu það hefur haft fyrir þá. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að námi líkt þessu hafi verið beðið eftir og að nemendur stafstengda diplómanámsins hafi upplifa valdeflingu í formi félagslegs ávinnings og aukinnar öryggistilfinningar í starfi.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Háskólanám fyrir alla - Sigþrúður.pdf140.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna