is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3968

Titill: 
  • Úr leikskóla í grunnskóla : hvernig staðið er að flutningi barns með sérþarfir úr leikskóla yfir í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um yfirfærslu barna með sérþarfir á milli skólastiga og samanstendur af fræðilegri ritgerð og niðurstöðum tilviksrannsóknar sem við framkvæmdum. Við skoðuðum hvernig staðið er að flutningi barns með sérþarfir úr leikskóla yfir í grunnskóla og hvernig starfsfólk grunnskólans er undirbúið fyrir komu barns sem notar Tákn með tali. Byrjað var á að skoða rannsóknir sem snúa að yfirfærslu barna á milli leik- og grunnskóla og rýna í fræðilegar heimildir um efnið. Niðurstaða þeirra vinnu var sú að mikilvægt er að horft sé á ferlið sem breytingartímabil sem varðar alla sem koma að barninu. Í Aðalnámskrám leik- og grunnskóla eru settar fram leiðir sem bæði skólastigin geta haft til hliðsjónar til að stuðla að betri tengslum skólastiganna. Í þeim rannsóknum sem við skoðuðum kom fram að algengustu leiðirnar sem farnar eru hér á landi til að tengja skólastigin eru gagnkvæmar heimsóknir skólastiganna og að grunnskólinn bjóði leikskólabörnum að taka þátt í atburðum tengdum grunnskólanum. Við framkvæmdum tilviksrannsókn og undirbúningur hófst á haustmisseri 2008 og viðtölin voru tekin á vormisseri 2009. Þátttakendur rannsóknarinnar voru móðir barns með sérþarfir sem hóf skólagöngu haustið 2008, þroskaþjálfi í leikskólanum sem barnið var í og tveir starfsmenn grunnskólans sem komu að ferlinu. Við leituðumst við að fá fram upplifun hvers og eins þátttakanda af því hvernig ferlið gekk í þessu tilfelli og mátuðum það við það sem fræðin segja.
    Helstu niðurstöður voru að horfa þarf á upphaf grunnskólagöngunnar sem breytingartímabil er varðar alla meðlimi fjölskyldunnar og viðurkenna þarf að ferlið krefst tíma og góðs undirbúnings. Þátttakendur voru sammála um að ferlið hafi gengið vonum framar og að gott samstarf hafi verið á milli foreldra og fagaðila. Góðar móttökur og hlýtt viðmót virðist hafa mikil áhrif á val foreldra þegar kemur að því að velja skóla.
    Lykilorð: Yfirfærsla á milli skólastiga.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360 loka loka.pdf457.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna