ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/397

Titill

Þjóðsögur af Reykjavesi : námsvefur

Útdráttur

Í þessari greinargerð með lokaverkefni til B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla Íslands er fjallað um námsvef um þjóðsögur á Reykjanesi. Á námsvefnum sem ætlaður er grunnskólanemendum í 1.-10. bekk eru rúmlega hundrað og fimmtíu þjóðsögur af Reykjanesi og leitast er við að kynna þennan þjóðsagnaarf fyrir nemendum með því að hafa sögurnar aðgengilegar á vef ásamt verkefnum sem unnin eru úr þeim. Þess má geta að hægt er að hlusta á flestar þjóðsögurnar.
Við hönnun vefsins var hugmyndafræðin um einstaklingsmiðað nám og heildstæða móðurmálskennslu hafðar að leiðarljósi sem og fjölgreindakenning Howards Gardners og flokkunarkerfi Benjamins Blooms um námsmarkmið.
Vefnum er skipt í tvö þyngdarstig sem eru Krakkar og Unglingar en innan hvors flokks eru fjölmörg verkefni sem tengjast lestri, íslensku, hlustun, ritun, stærðfræði, náttúrufræði, landafræði, upplýsingatækni og listum og handmennt. Verkefnin eru fjölbreytt og ættu að höfða til flestra grunnskólanemenda á aldrinum 7-16 ára.
Þjóðsögur sem sagnaarfur er mikilvægur þáttur í menningu hverrar þjóðar en markmið þessa lokaverkefnis er að kynna þjóðsagnaarf Reyknesinga og gera hann aðgengilega grunnskólanemendum.

Samþykkt
15.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
GreinargerðGuðný.pdf611KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
Vefur.zip35,6MBOpinn Vefur GNU ZIP Skoða/Opna