is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3973

Titill: 
  • Staðarstolt : um grenndarkennslu í grunnskólum Skagafjarðar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er þess freistað að skoða stöðu grenndarkennslu í grunnskólum Skagafjarðar. Grenndarkennsla er kennsluaðferð sem gerir ráð fyrir því að nýta umhverfi og nærsamfélag nemenda við nám. Hún stuðlar að því gera nemendur læsa á náttúrulegt, sögulegt, félagslegt og menningarlegt umhverfi sitt og skapar þannig með þeim sterka vitund um það hverjir þeir eru og úr hvaða jarðvegi þeir eru sprottnir. Lögð er áhersla á virkni nemenda og að þeir læri af reynslu og með samskiptum við samfélagið. Með því eiga nemendur að standa föstum fótum í eigin veruleika en vera um leið tilbúnir að takast á við hin margvíslegu verkefni sem samfélagið býður upp á.
    Leitað var svara við því hvernig hugtakið um grenndarkennslu birtist í skólastefnu sveitarfélaganna í Skagafirði sem og í stefnu og skólanámskrám grunnskólanna þriggja. Þá var aflað upplýsinga um þau verkefni skólanna sem fallið geta undir grenndarkennslu. Tekin voru viðtöl við níu kennara úr skólunum þremur til að fá fram þeirra skoðanir á grenndarkennslu. Þeir voru beðnir um að meta hvort og hvers vegna þeir notuðu þessa kennsluaðferð og hvaða ástæður lægju þar að baki. Þá voru þeir einnig beðnir um að nefna hvaða hindranir þeir sæju í vegi fyrir notkun aðferðarinnar jafnframt því sem þess var freistað að fá fram þeirra hugmyndir um æskilega uppbyggingu þessarar kennsluaðferðar í skólastarfi grunnskólanna þriggja.

Samþykkt: 
  • 8.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf990.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna