ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/398

Titill

Þrávirk lífræn efni í sjávarfangi

Útdráttur

Lykilorð: Bendi PCB-efni, þrávirk lífræn efni, gasgreinir,
fiskiolíur.
Verkefni þetta fjallar um þrávirk lífræn efni í sjávarfangi og
mælingar á þeim. Markmið verkefnisins var að setja upp og þróa
aðferð til að mæla svokölluð bendi PCB-efni sem eru hluti af
þrávirkum lífrænum efnum í sjávarfangi.
Verið er að byggja upp sérfræðiþekkingu og aðstöðu til
rannsókna og mælinga á þrávirkum lífrænum efnum hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri. Þetta verkefni er liður í
þeirri uppbyggingu.
Settur var upp gasgreinir, svokallað GC-ECD tæki. Með hjálp
staðla voru aðgerðirnar síðan stilltar af svo hægt var að greina bendi
PCB-efnin. Til að meta aðferðina voru notaðar fiskiolíur sem innihalda
þekkt magn af bendi PCB-efnum, mældar af vottaðri rannsóknastofu í
Þýskalandi.
Niðurstöður verkefnisins benda til þess að hægt sé að setja upp
aðferð til að mæla bendi PCB-efni í fiskiolíum með því að nota rástíma
og heildar toppa. Hinsvegar kom í ljós að mælingar á magni bendi
PCB-efna í fiskiolíum voru yfirleitt hærri en niðurstöðurnar fyrir sömu
sýni mældum í Þýskalandi. Nauðsynlegt er að þróa aðferð til enn
frekari hreinsun á sýnum.

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
thravirk.pdf409KBOpinn Þrávirk lífræn efni í sjávarfangi - heild PDF Skoða/Opna