ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3988

Titill

Samband hugsanaruglings, ofurábyrgðarkenndar, hugsanabælingar og athyglisstjórnar við áráttu- og þráhyggjueinkenni í úrtaki háskólanema

Útdráttur

Kannað var samband hugsanaruglings, ofurábyrgðarkenndar, hugsanabælingar og athyglisstjórnunar við áráttu- og þráhyggjueinkenni í úrtaki háskólanema. Tilgátur voru um samband hugsanabælingar og athyglisstjórnar við áráttu- og þráhyggjueinkenni. Einnig var búist við að hugsanaruglingur og ábyrgðarkennd spáðu fyrir um þráhyggjueinkenni. Tengsl hugsanaruglings og ábyrgðarkenndar við athugunaráráttu voru einnig könnuð. Þátttakendur voru 327 háskólanemar, þar af 94 karlar og 233 konur. Þátttakendur svöruðu spurningalistum sem innihéldu sex kvarða. Þessir kvarðar voru Obsessive-Compulsive Inventory-Revised (OCI-R), Though-Action Fusion Scale (TAF), White Bear Suppression Inventory (WBSI), Attentional Control Scale (ACS), Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) og Responsibility Attitude Scale (RAS-10). Niðurstöður aðhvarfsgreininga studdu að hluta til tilgátur sem settar voru fram. Samvirkniáhrif hugsanabælingar og athyglisstjórnunar voru við áráttu- og þráhyggjueinkenni þar sem meiri tilhneiging til að nota hugsanabælingu tengdist lægri skorum á þráhyggjukvarða ef um góða athyglisstjórn var einnig að ræða. Ábyrgðarkennd spáði fyrir um aukin þráhyggjueinkenni og einnig athugunaráráttu. Ekki komu fram tengsl hugsanaruglings við áráttu- og þráhyggjueinkenni nema í samvirkni við ábyrgðarkennd og spáði fyrir um athugunarráráttu. Þessar niðurstöður styðja þá hugmynd að ábyrgðarkennd sé þýðingarmikil hugsmíð í kenningum um áráttu- og þráhyggjuröskun.

Samþykkt
9.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
samband_fixed.pdf573KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna