is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3989

Titill: 
  • Sáttargerð. Hlutverk kirkju í neyð nútíma samfélags
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Við Íslendingar stöndum nú í þessum sporum í dag að þurfa að endurmeta gildi okkar og horfa framan í sannleika liðinnar atburðarrásar til þess að koma á fót nýju samfélagi sem byggir á trausti og velferð þjóðarinnar allrar. Þess vegna er spurning mín sú: Hvert er mikilvægisáttargerðarhugtaksins fyrir íslenskt samfélag hér og nú? Hvert er hlutverk, skyldur og ábyrgð kirkjunnar sem hluta af ríkisfyrirkomulagi okkar og boðbera fagnaðarerindis Jesú Krists? Hvað getum við lært af þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað í Suður – Afríku og allri þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin? Til þess að fá svör við þessum spurningum mun ritgerðin fyrst gera grein fyrir hugtaki sáttargerðarinnar. Þá verður uppruni og eðli kristinnar kirkju rakin í stórum dráttum með það að markmiði að greina hvaða skyldum og hlutverki kristin kirkja hefur að gegna í heiminum. Í tengslum við það verður fjallað um hlutverk og köllun guðfræðinnar sem fræðigreinar og þátttakanda í umræðum upplýsingarsamfélagsins. Að lokum verður sáttargerðarhugtakið skoðað í samhengi aðstæðna Suður-Afríku með það fyrir augum að varpa ljósi á það hvernig vinnan með hugtakið reyndist hjálplegt við enduruppbyggingu þjóðfélags sem var í bráðri þörf fyrir sátt og frið og hugsanlega draga ályktun af því hvort sú reynsla geti verið hjálpleg inn í íslenskt samfélag hér og nú.

Samþykkt: 
  • 9.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lags_fixed.pdf264.51 kBLokaðurHeildartextiPDF