ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3993

Titill

Seinfærir foreldrar: Reynsla og upplifun seinfærra mæðra af foreldrahlutverkinu

Útdráttur

Þessi ritgerð byggir á eigindlegri rannsókn um reynslu og upplifun seinfærra mæðra af foreldrahlutverkinu og þeim stuðningi sem þær hafa fengið. Rannsóknin byggist á níu viðtölum við fjórar seinfærar mæður. Mæðurnar eiga það sameiginlegt að vera ábyrgar og vilja standa sig vel og þær lögðu sig allar fram við umönnun og uppeldi barna sinna. Þær lögðu áherslu á að ala börn sín upp með það að markmiði að þau verði ábyrgir, sjálfstæðir og kærleiksríkir einstaklingar. Allar mæðurnar þurftu á einhvers konar stuðningi að halda. Mæður yngri barnanna lögðu áherslu á stuðning við að læra að aga börn sín en mæður eldri barnanna lögðu áherslu á hagnýtan stuðning, til dæmis við atriði er snúa að heimilishaldi. Óháð því hvers konar stuðning mæðurnar fengu eða hver veitti hann, virtist það skipta mestu máli að mæðurnar upplifðu sig við stjórnvölinn á eigin heimili, sem uppalendur og mæður.

Samþykkt
12.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA Ritgerð - BM.pdf278KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna