is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3994

Titill: 
  • Þetta er eins og kíkir inn í leikskólann : ferilmappa í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á tvennt. Hvaða markmið eru um skráningar, mat og söfnun efnis í ferilmöppu í leikskóla? Hver er reynsla leikskólakennara af að nota ferilmöppu sem mats- og skráningartæki í leikskóla?
    Rannsóknin fór fram í þremur leikskólum, þátttakendur voru tíu leikskólakennarar. Við rannsóknina var beitt nálgun eigindlegrar rannsóknar. Gögnum var safnað með viðtölum, með vettvangsathugun þar sem skráningar á vettvangi voru skoðaðar svo og heimasíður, skólanámskrár og viðmiðunarlistar. Viðtöl voru tekin við átta deildarstjóra og tvo verkefnastjóra.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að leikskólakennararnir telja ferilmöppu hagnýtt tæki til að meta og skrá leikskólastarf. Með ferilmöppunni leggja þátttakendur áherslu á að gera starfið sýnilegt og að efla upplýsingaflæði milli leikskóla og foreldra. Skráningar í ferilmöppu eru til að ræða við börnin og foreldrana um starf barnanna og jafnframt miða þær að því að hægt sé að lesa úr þeim hvernig barn þroskast. Skráningarnar eru augljós merki um hvernig barn vinnur, hvernig það pælir og uppgötvar og hvernig skilningur verður til. Gögn leikskólanna sýna að lögð er áhersla á að skrá nám einstakra barna. Áhersla á líðan og öryggi barnsins er rauður þráður hjá öllum leikskólakennurunum og skólastarfið miðar að því að barni líði vel og að það sé öruggt félagslega. Rödd barnsins er hluti af skapandi leikskólastarfi, leikskóla-kennararnir leggja áherslu á að heyra rödd barnsins og hafa trú á hæfni barna til að hafa áhrif á eigið nám. Mikilvægt er að ræða skráningar og merkingar þeirra og veita barni þar með trúverðuga umfjöllun um hæfni sína. Ígrundun skráninga getur gert faglega þróun leikskólakennaranna sýnilega. Það gefst hins vegar ekki nægur tími að sögn eins leikskólakennarans til að ígrunda og pæla í skráningum. Ferilmappa sem mats- og skráningartæki í leikskóla er samkvæmt þessu mikilvægt verkfæri sem getur veitt foreldrum leikskólabarna aðgang að leikskólastarfinu, þroska, líðan og færni barnsins. Það er hins vegar augljóst að huga þarf að skipulagi vinnutímans til að koma skráningum og ígrundun þeirra inn í daglegt starf leikskólakennara.
    Lykilorð: Ferilmappa í leikskóla, mat, skráningar, ígrundun, leikskólastarf.

Samþykkt: 
  • 12.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
liljabjorkolafsdottir.pdf561.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna