is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4000

Titill: 
  • Ef teymiskennsla er svarið hver er þá spurningin?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða og skilgreina teymiskennslu og tengsl hennar við lærdómssamfélag skólans. Að dýpka skilning og þekkingu á hugtökunum teymiskennsla og námsteymi og skoða hvernig kennarar þróa starf sitt í gegnum samskipti, samvinnu og nám. Leitast er við að skoða hver gildi teymiskennslu eru og hvort það séu einhver merkjanleg tengsl við lærdómssamfélag skóla.
    Verkefnið er byggt á eigindlegri rannsókn sem gerð var í þremur skólum haustið 2007. Rannsóknin beinist að því að skoða og rannsaka teymiskennslu í grunnskólum þar sem tveir eða fleiri kennarar vinna náið saman með nemendahóp og bera sameiginlega ábyrgð á námi og kennslu hópsins. Fylgst var með teymi kennara á vettvangi og skoðuð samvinna og samskipti þeirra á milli og skoðað hvað teymiskennsla var að gera fyrir starfsþróun þeirra. Einnig var rætt við kennara og stjórnendur um viðhorf þeirra og sýn á teymiskennslu.
    Niðurstöður sýndu að viðhorf skólastjórnenda og kennara til teymiskennslu er almennt jákvætt og þeir telja að helstu kostir þess séu sameiginleg ábyrgð, stuðningur og vinnuhagræðing. Teymiskennsla í skólunum einkennist fyrst og fremst af samvinnu um nám og kennslu nemenda. Kennarar telja að í samræðu um nám og kennslu komi fram fleiri hugmyndir, skoðanir og möguleikar á lausnum, sé unnið í teymum. Kostir teymiskennslunnar liggi í samstarfinu þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Lítil áhersla er lögð á að þróa og vinna með samskipti og nám kennara sem vinna saman í teyminu. Kennarar telja sig læra mikið af því að starfa saman í teymum en ekki er unnið markvisst með slíkt nám hvorki innan eða utan teyma. Tengsl teymiskennslu og lærdómsamfélags virðast vera veik þar sem teymin hafa tilhneigingu til að einangrast innan skólasamfélagsins.
    Stjórnendur og kennarar vita vel af þeim tækifærum sem geta falist í markvissri þróun teymiskennslu. Í skólunum er sú þróun þó stutt á veg komin sérstaklega hvað varðar samskipti og samræður kennara um sitt eigið nám og þróun. Kennarar eru hér lykilaðilar og hver skóli þarf að skilgreina með hvaða hætti hægt er að styðja við starfsþróun þeirra.
    Lykilorð: Lærdómssamfélag, teymisvinna, teymishugsun, námsteymi.

Samþykkt: 
  • 13.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ef teymiskennsla er svarið hver er þá spurningin..pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna