is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4001

Titill: 
  • Ég get ekki látið þig læra, aðeins hjálpað þér að finna leið til þess : starfendarannsókn í kennslu fullorðinna nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin er starfendarannsókn kennara við framhaldsskóla sem kennir íslensku sem annað mál. Rannsóknin stóð yfir frá hausti 2007 fram á vorönn 2009. Í henni er lýst hvernig tiltölulega nýútskrifaður kennari hefur þróast í starfi. Eftir fjögurra ára reynslu af kennslu í íslensku sem öðru máli í grunn- og framhaldsskóla er litið til baka til að kanna hvað hafi breyst. Nemendur hans eiga það allir sameiginlegt að hafa verið á Íslandi frá nokkrum mánuðum upp í tvö til þrjú ár og verið í íslenskunámi a.m.k. tvær annir í framhaldsskóla. Tekið er til skoðunar hvernig hann kennir þeim að tjá sig á íslensku og hvernig hann hvetur þá til þess.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða starf rannsakanda í ljósi kenninga Jean McNiff sem álítur að starfendarannsókn og kennarastarfið séu samtvinnuð. Kennurum er oft umhugað um að þróa starfshætti sína með því að læra af reynslunni og öðlast skilning á starfi sínu. Það gera þeir með því að ígrunda hvað þeir hafi gert, skoða gögn sín, hverju þeir hafi breytt og hvers vegna. Þá komast þeir að niðurstöðu um hvort það hafi leitt til bóta á kennslunni. Þannig verður starfendarannsókn lifandi ferli en ekki eingöngu orðræða um viðfangsefni fræðimanna. Markmiðið með þessari rannsókn er að öðlast dýpri skilnig á kennarastarfinu og jafnframt að efla kennarann í starfi.
    Hugmyndin að rannsókninni er tvíþætt. Annars vegar það sem snýr að kennslunni. Rannsakandi komst að raun um að skortur er á rannsóknum á íslenskukennslu fyrir erlendra nemendur og lítið er til á íslensku um það hvernig erlendum nemendum er kennt eða hvernig þeir læra. Hins vegar var kannað hvernig kennarinn þróaðist í starfi með því að í fyrsta lagi að vera í framhaldsnámi á menntavísindasviði Háskóla Íslands með kennslu, í öðru lagi að sækja námskeið í greininni og í þriðja lagi að hafa kynnt sér leiðir sem aðrir hafa reynt. Með ígrundun á eigin kennslu og lestri fræðigreina öðlaðist hann styrk til að nota nýjar aðferðir sem margar reynast nemendum vel.
    Gagna var aflað í eitt ár. Þau voru borin saman við þær fræðigreinar sem kennarinn las til að fá skilning á því sem hann var að gera innan kennslustofunnar.
    Lykilorð: Nemendur með annað móðurmál en íslensku, kennsla í íslensku sem öðru máli.

Samþykkt: 
  • 13.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokafragangur_2_juni_2009_fixed.pdf957.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna