ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4003

Titill

Fjölmenningarlegar kennsluaðferðir og námsumhverfi á 21.öld : handbók fyrir grunn- og framhaldsskólakennara

Útdráttur

Verkið sem hér um ræðir er meistaraprófsverkefni til fullnaðar M.Ed.-gráðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið er handbók sem ber heitið Fjölmenningarlegar kennsluaðferðir og námsumhverfi á 21. öld. Handbók fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Handbókinni fylgir fræðileg greinargerð. Tilgangur og markmið verksins er að veita grunn- og framhaldsskólakennurum, sem starfa með fjölbreyttum nemendahópum, upplýsingar og stuðning varðandi fjölmenningarlega menntun, kennsluhætti og námsumhverfi.
Handbókin var samin með hliðsjón af eftirfarandi spurningum:
1. Hvers konar kennsluaðferðir henta helst fjölmenningarlegum nemendahópum og hvernig er hægt að tengja þess háttar kennsluhætti við hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar?
2. Hvers konar námsumhverfi gagnast helst fjölmenningarlegum nemendahópum?
Í handbókinni er gerð grein fyrir því hvernig tekið er á málefnum fjölmenningarlegra nemendahópa í grunn- og framhaldsskólalögum og í aðalnámskrám beggja skólastiga. Þá er fræðileg umfjöllun um fjölmenningarlega menntun og fjölbreytta kennsluhætti og settar fram hagnýtar hugmyndir til handa kennurum. Í lok handbókarinnar miðlar kennari í fjölmenningarlegu skólasamfélagi af reynslu sinni og veitir ýmis hagnýt ráð.
Greinargerð þessi byggist á kennslufræðilegum heimildum, rannsóknum á sviði fjölmenningarlegrar menntunar og reynslu tveggja kennara af fjölmenningarlegum kennsluháttum og námsumhverfi í tveimur stærstu fjölmenningarskólunum í Reykjavík, Austurbæjarskóla og Fellaskóla.

Samþykkt
13.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Greinargerd_5juni_... .pdf364KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
handbok_5juni_pdf_... .pdf744KBOpinn Handbók PDF Skoða/Opna