ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4005

Titill

Viðhorf millistjórnenda til starfsumhverfis og áhrif þess á starfsánægju þeirra : fjórir þroskaþjálfar í skólakerfinu lýsa reynslu sinni

Útdráttur

Markmið verkefnisins er að kanna starfsánægju þroskaþjálfa sem hafa
það sameiginlegt að vera millistjórnendur og lýsa viðhorfum þeirra til
ýmissa þátta í starfsumhverfinu. Fjallað verður um hlutverk
millistjórnenda og hvaða eiginleikum leiðtoga og hæfnissviðum
tilfinningagreindar er ákjósanlegt að þeir búi yfir.
Rannsóknin er eigindleg og voru tekin viðtöl við fjóra
lykilþátttakendur sem störfuðu allir sem þroskaþjálfar innan
skólakerfisins. Þeir áttu það sameiginlegt að vera millistjórnendur.
Niðurstöður rannsóknarinnar draga fram þá þætti sem viðmælendum
mínum fannst skipta mestu máli um áhrif starfsumhverfis á starf, þeirra,
starfsvettvang og starfsánægju. Niðurstöðurnar benda til þess að
samskipti séu einn af aðal áhrifavöldum starfsánægjunnar. Starfsánægjan
er minni ef þessi þáttur og það samspil sem skapast á milli
samstarfsfélaga og yfirmanna er ekki í lagi. Í niðurstöðum kemur það
fram að virðing, traust og jákvæð samskipti séu mikilvægar forsendur
starfsánægjunnar. Öllum viðmælendum mínum fannst vinnan með
nemendunum gefa þeim mikla starfsánægju en tímaleysi drægi úr henni,
þar sem viðmælendum mínum fannst það skipta miklu máli að þjónusta
nemendurna vel. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að það þurfi að
standa vörð um sérhæfingu þroskaþjálfa, ekki síst vegna þess að
starfshættir þeirra skarast við svið annarra stétta sem starfa á sama
starfsvettvangi. Þá töldu viðmælendur mínir að virðing fyrir starfinu og
öryggi í vinnubrögðum væru þættir sem hefðu áhrif á ánægju í starfi. Þá
sögðu þeir að góða starfsaðstöðu mikilvæga. Þessir þættir virðast skipta
mestu máli hjá þátttakendum mínum þegar áhrif starfsumhverfis voru
skoðuð með hliðsjón af ánægju í starfi.

Samþykkt
13.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viðhorf millistjór... . Fjórir þroskaþjálfar í skólakerfinu lýsa reynslu sinni..pdf230KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna