is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4007

Titill: 
  • Kennarastarfið í skóla margbreytileikans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um viðhorf kennara til kennslu innflytjendabarna. Greint er frá núverandi þekkingu á sviðinu og nokkrum innlendum og erlendum rannsóknum sem tengjast umfjöllunarefninu. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn á viðhorfum og reynslu átta grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. Leitast var við að draga fram þá þætti sem þykja hafa áhrif á viðhorf þátttakenda og með hvaða hætti þeir skapa það námsumhverfi, sem tekur mið af ólíkum þörfum nemenda af erlendum uppruna. Athyglin beinist einkum að sýn þeirra á kennslu innflytjendabarna og hvað felst í því starfi.
    Helstu niðurstöður benda til að þátttakendur séu jafnan jákvæðir gagnvart þörfum nemenda af erlendum uppruna. Þeir telja faglegan undirbúning fyrir kennslu innflytjendabarna mjög mikilvægan vegna þess hve sú kennsla er ólík annarri kennslu. Einnig töldu þátttakendur heppilegt að hafa eina manneskju með sérþekkingu á sviðinu starfandi við hvern skóla til að halda utan um málaflokkinn. Þá kom fram sú skoðun að móttökudeildir væru mikilvægar til að styðja við nemendur af erlendum uppruna meðan þeir læra á sitt nýja umhverfi. Loks kom fram að varpa þyrfti meiri ábyrgð á foreldra erlendra barna og einnig að gefa þeim tækifæri til að kynnast betur íslenskri skólamenningu.
    Lykilorð: Innflytjendabörn, kennarar.

Samþykkt: 
  • 13.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_fixed.pdf615.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna