is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4011

Titill: 
  • „Kennararnir eru góðir“ : reynslusögur sex erlendra ungmenna af skólagöngu í íslenskum grunnskólum.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er á sviði menntunarfræða með áherslu á fjölmenningu og fjallar um hvernig haga þurfi kennsluháttum og starfsemi grunnskólans í sem bestu samræmi við fræðilegar hugmyndir um fjölmenningarlega menntun. Auk fræðilegrar umfjöllunar er sagt frá rannsókn þar sem erlendir nemendur lýsa reynslu sinni af skólagöngu í íslenskum grunnskólum. Um er að ræða eigindlega rannsóknaraðferð, viðtalsrannsókn þar sem rætt var við sex erlend ungmenni frá fimm þjóðlöndum sem voru á sínum tíma nemendur í efri bekkjum grunnskólans. Þau eru nú á aldrinum 18–19 ára.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er umfjöllun um ýmsa þætti sem fræðimenn hafa rannsakað og ritað um börn frá ólíkum löndum og skólagöngu þeirra í framandi umhverfi. Erlendar heimildir eru í meirihluta og mestmegnis stuðst við breskar og bandarískar rannsóknarniðurstöður en auk þess er töluvert stuðst við heimildir íslenskra fræðimanna líka.
    Í síðari hluta er sagt frá rannsókninni og aðferðafræðinni og frásagnir nemendanna raktar og ræddar í ljósi fræðanna. Niðurstöður úr rannsókninni leiddu í ljós að skólagangan reyndist þessum nemendum ekki eins erfið og höfundur hafði haldið, þeim gekk öllum vel í grunnskólanum og bera kennurum og samnemendum sínum afar vel söguna. Megin niðurstaðan úr fræðilegu umfjölluninni bendir til að grunnskólarnir sem koma við sögu í þessari rannsókn þurfi að breyta starfsháttum og kennsluaðferðum talsvert frá því sem nú er til þess að þeir geti kallast fjölmenningarlegir skólar.
    Ítrekað skal að hér er einungis um frásagnir sex nemenda að ræða og því á engan hátt hægt að alhæfa út frá þeim niðurstöðum þó vissulega gefi þær góðar vísbendingar.
    Lykilorð: Kennslufræði grunnskóla, fjölmenning.

Samþykkt: 
  • 14.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf641.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna