ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4015

Titill

Staðið við stikuna: Líkamsmælingar frá sögulegu sjónarhorni

Leiðbeinandi
Útdráttur

Í þessari ritgerð verður farið yfir sögu líkamsmælinga. Fjallað um upphafsmenn hennar og arfleifð þeirra. Fyrst verður fjallað um líkamsmælingar, mikilvægi þeirra, hagnýtingu, aðferðafræði og tilgang. Þá verða líka skoðuð helstu áhrif á hæð og breytinga á henni. Rætt verður um mismunandi áhrif erfða, næringar og umhverfis á hæð. Það eru þau atriði sem hafa hvað helst áhrif á hæð einstaklinga. Meginefni ritgerðarinnar fjallar um sögu líkamsmælinga þar sem byrjað verður á að fjalla um fornöld til miðalda. Þar verður m.a. rætt um áhrif listarinnar á líkamsmælingar. Þar tekur endurreisnartíminn við sem gegnir mikilvægu hlutverki í sögu líkamsmælinga. Farið verður vel yfir helstu rannsóknir og frumkvöðla þess tíma og fram á tuttugustu öldina þar sem farið verður yfir framlag Franz Boasar til líkamsmælinga. Auk Boas verða dregnir fram nokkrir fræðimenn sem hafa haft hvað mestu áhrif í þróun líkamsmælinga. Þar verður rannsóknum þeirra og aðferðafræði lýst. Þá verður líka rætt um afleiðingar líkamsmælinga á kynþáttahyggju. Að lokum verður skoðað hlutverk líkamsrannsókna í dag, í hvað þær nýtast og hvar liggja áhrif frumkvöðlanna á líkamsmælingar í nútímanum.

Samþykkt
15.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
narhorni_fixed.pdf980KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna