ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4016

Titill

Tónlistarnám í leikskóla og þróun hljóðkerfisvitundar

Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um markvisst nám í grunnþáttum tónlistar í leikskóla og
tengsl hennar við hljóðkerfisvitund leikskólabarna. Fjallað er um sterk
tengsl hljóðkerfisvitundar og almenns málþroska og mikilvægi góðrar
hljóðkerfisvitundar leikskólabarnsins fyrir lestrarnámið síðar meir.
Rannsóknarspurningin er: Hefur markviss þjálfun grunnþátta í tónlist
áhrif á hljóðkerfisvitund leikskólabarna? Í henni er fólgin sú kenning að
efla megi hljóðkerfisvitund leikskólabarna með markvissri tónlistariðkun
og þannig styrkja grunninn að lestrarnámi þeirra síðar. Slík markviss
þjálfun grunnþátta tónlistar gæti jafnvel minnkað líkur á lestrarörðugleikum
þegar í grunnskólann kemur. Þetta er megindleg rannsókn með
tilraunasniði. Úrtakið var hentugleikaúrtak eins leikskóla þar sem tónlist
var ekki sérstaklega skipulagður þáttur í daglegu starfi. Í leikskólanum voru
27 börn í elsta árgangi. Öll börnin voru forprófuð í HLJÓM-2 prófi, beitt
var lagskiptu tilviljanaúrtaki í tilraunahóp og samanburðarhóp.
Börnin í tilraunahópi fengu 20 kennslustundir á sex vikna tímabili að
meðaltali í 45 mínútur hver kennslustund. Börnin í samanburðarhópi fengu
enga sérstaka aðra kennslu en hefðbundið leikskólastarf utan eitt barn sem
var í samanburðarhópi og fékk nokkurn stuðning í málörvun hjá
sérkennslustjóra. Kennslan í tilraunahópi fór fram á útivistartíma barnanna
eftir hádegið. Börnin voru endurmetin á HLJÓM-2 þremur vikum eftir að
inngripum lauk. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu miklar framfarir hjá
barnahópnum öllum milli mælinganna og voru það tölfræðilega marktækar
niðurstöður. Tónlistarhópi fór lítið eitt meira fram en samanburðarhópi.
Hins vegar var ekki tölfræðilega marktækur munur á milli hópanna og
verður því ekki hægt að fullyrða að tónlistarkennslan hafi haft áhrif á þróun
hljóðkerfisvitundarinnar. Þær góðu framfarir sem börnin sýndu í lok
rannsóknarinnar skýrast líklegast af auknum þroska barnanna á tímabilinu.
Lykilorð: Hljóðvitund, hljóðskynjun, tónlistarþroski.

Samþykkt
15.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Tónlistarnám í lei... .pdf798KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna