ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/402

Titill

Skilgreining á lifrarprótínmengi í bleikju : (salvelinus alpinus)

Útdráttur

Frá örófi alda hefur mannkynið nýtt auðlindir hafsins. Á seinni árum hefur
fiskeldi vaxið mjög í hlutfalli við veiðar úr villtum stofnum. Fiskeldi er
talið nauðsynlegt vegna samdráttar í veiðum samhliða aukinni neyslu.
Helsti ókostur fiskeldis er hversu hár fóðurkostnaðurinn er í heildar
framleiðslukostnaður á eldisfiski og á það sérstaklega við um prótínhluta
fóðursins. Fóðurkostnaður í bleikjueldi er sérstaklega hár. Nauðsynlegt er
að lækka þennan kostnaðarlið með m.a. útskiptingu á fiskiprótínum fyrir
jurtaprótín og þar með minnka slátrun á villtum fiski til fóðurgerðar.
Ýmsum aðferðum er beitt við rannsóknir á tilraunafóðrun í eldi,. Ein
aðferð, sem reynst hefur vel, er prótínmengjagreining sem metur
breytingar á prótínum í lifur fisks, fyrir og eftir tilraunafóðrun., Í verkefni
þessu var leitast við að setja upp aðferð til tvívíðrar
prótínmengjagreiningar á lifrarprótínmengi bleikju. Ritsmíð þessi lýsir
þessari viðleitni, ak kynningar á fiskeldi, bleikjueldi, fóðrun og
prótínmengjagreiningu. Prótínmengjarannsóknir hafa verið stundaðar og
eru miklir möguleikar í þeim efnum. Þörf er á ódýrara fóðri í bleikjueldi og
mögulegt er að finna hentuga prótínblöndu með prótínmengjagreiningu. Í
þessu verkefni var stefnt að því að setja upp tæki og aðferðir
prótínmengjagreiningar við HA svo hægt verði í framtíðinni að flytja
prótín úr lifur á gel til greiningar á staðlaðan og fljótlegan hátt. Í
verkefninu var hafist handa við aðferðaþróun á þessu sviði, en mikið verk
er enn óunnið, enda er verkefnið aðeins hluti af stærra og umfangsmeira
verkefni.
Lykilorð: Fiskeldi, bleikja, fóðrun, jurtafæða, prótínmengjagreining.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
skilgrprotinmengi.pdf691KBTakmarkaður Heildartexti PDF  
skilgrprotinmengi_e.pdf121KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
skilgrprotinmengi_h.pdf174KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
skilgrprotinmengi_u.pdf104KBOpinn Skilgreining á lifrarprótínmengi í bleikju - útdráttur PDF Skoða/Opna