ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4036

Titill

Staðalímyndir asískra kvenna á Íslandi og endurspeglun þeirra í bókmenntum og kvikmynd

Skilað
September 2009
Útdráttur

Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna staðalímyndir asískra kvenna á Íslandi og endurspeglun þeirra í kvikmynd og bókmenntum. Einnig eru skoðaðar fræðilegar rannsóknir og umfjöllun um asískar konur eins og hún birtist í íslenskum fjölmiðlum. Til að lesendur geti betur áttað sig á þeim, er fjallað um alþjóðalega búferlaflutninga kvenna frá Austurlöndum til Vesturlanda og skilgreiningar á fordómum og staðalímyndum.
Konum er ávallt ætlað að framfylgja margþættum skyldum sínum sem eiginkonur og mæður og haga sér samkvæmt væntingum samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að fjalla í upphafi ritgerðar um eðli kvenna, kynhlutverk, kenningar og hugmyndir um konur í karlaveldissamfélögum. Þar er stuðst við kenningar frá Aristótelesi, John Stuart Mill, Hariett Taylor Mill og Simone de Beauvoir. Einnig er hugað að sköpunarsögu kvenna úr Biblíunni og væntingum samfélagsins til kvenna í fornum samfélögum, t.d. í gamla assýríska ríkinu, íslömskum samfélögum, fornum taílenskum bókmenntaritum og evrópskum samfélögum miðalda.
Í lokin eru greindar asískar kvennalýsingar og staðalímyndir þeirra í skáldsögunni Annað líf (2000) eftir Auði Jónsdóttur, smásögunni „Sagan af Svarra víkingi og Song Yong“ (1992) eftir Böðvar Guðmundsson og kvikmyndinni Maður eins og ég (2002) í leikstjórn Róberts Inga Douglas. Svo virðist sem staðalímyndir asískra kvenna séu fastmótaðar í íslensku samfélagi, hvort sem er í raunveruleikanum, fjölmiðlum, bókmenntum og kvikmyndum og hafa þær áhrif á daglegt líf asískra kvenna sem hér búa.

Samþykkt
23.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Cynthia_fixed.pdf617KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna