is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4044

Titill: 
  • Viðskiptatryggð viðskiptavina matvöruverslana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Matvörumarkaðurinn á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á seinni árum.
    Breytingarnar má meðal annars rekja til þátttöku landsins í alþjóðavæðingunni.
    Matvöruverslanir hafa stækkað verulega en að sama skapi hefur þeim fækkað. Örfáar
    fyrirtækjakeðjur og eignarhaldsfélög eru að mestu einráð á íslenska matvörumarkaðnum.
    Þessar stóru verslanir eru tilkomnar vegna eftirspurnar neytenda eftir betri kjörum og
    meira vöruúrvali. Verslanakeðjurnar á matvörumarkaðnum á Íslandi virðast leggja
    áherslu á hagstæð verð, en mismikla áherslu á vöruúrval. Þeim sem hafa minnsta
    vöruúrvalið tekst oftast að bjóða lægra verð en þær verslanir sem eru með mesta
    vöruúrvalið.
    Almennt má segja að góður kaupmáttur hafi ríkt á Íslandi mörg undanfarin ár. Núna er þó
    annað uppi á teningnum í þeim efnum. Kaupmáttur hefur sem sé rýrnað verulega vegna
    bankahrunsins og þá mest vegna gengisfalls íslenska gjaldmiðilsins. Skýrsluhöfundur
    vildi kynna sér hvort eða hvernig innkaupavenjur almennings hefðu breyst á þeim
    mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu. Þá þótti honum einnig áhugavert að kanna
    hvort viðskiptatryggð viðskiptavina matvöruverslana væri til staðar og hvort hún hefði
    breyst í kjölfar bankahrunsins.
    Af niðurstöðum skýrslunnar verður varla séð að viðskiptatryggð risti djúpt hjá þeim
    viðskiptavinum sem spurðir voru. Efnahagslægðin veldur því að flestir verða að láta
    budduna ráða innkaupum sínum. Viðskiptatryggðin takmarkast við það að vara sé til
    staðar á tilteknu verði.

Samþykkt: 
  • 26.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
telma_arnadottir_fixed.pdf5.37 MBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna