is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4046

Titill: 
  • Kostnaðarvirknigreining á skipulagðri hópleit að brjóstakrabbameini
Titill: 
  • Cost-effectiveness of organised breast cancer screening in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Brjóstakrabbamein er algengasti illkynja æxlisvöxtur meðal kvenna á Íslandi, líkt og hjá öðrum vestrænum löndum. Skipuleg hópleit að brjóstakrabbameini hófst hér á landi árið 1987. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur séð um leitina frá upphafi og er öllum konum á aldrinum 40-69 ára boðið að koma í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Telst þetta vera annars stigs forvörn sem beinist fyrst og fremst að því að greina sjúkdóminn meðan hann er á forstigi, staðbundinn og viðráðanlegur. Rannsóknir benda til að dánartíðni kvenna sem mæta í skipulaga hópleit sé allt að 35% lægri en hjá þeim sem ekki mæta. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að skipulögð hópleit að brjóstakrabbameini er mjög kostnaðarhagkvæm forvarnaríhlutun.
    Aðferðarfræði: Við mat á kostnaðarhagkvæmni skipulagðrar hópleitar hér á landi er kostnaðarvirknihlutfallið ICER á hvert viðbótar lífár notað. Stuðst er við þátttökutölur úr skrám Krabbameinsfélags Íslands frá árunum 2006-2007. Við kostnaðargreininguna eru skoðaðar íslenskar kostnaðartölur sem fengnar voru frá Krabbameinsfélagi Íslands og DRG verðskrá LSH. Allar kostnaðartölur eru frá árinu 2008 og notast er við 5% afvöxtunarstuðul. Næmisgreining er gerð á eftirfarandi þáttum: kostnaðartölum, lækkun á dánartíðni, boðunaraldri, afvöxtunarstuðlum, framleiðslutapi, lýtaaðgerð, krabbameinslyfjameðferð og væntri fimm ára lifun.
    Niðurstöður: Heildarkostnaður samfélagsins vegna skipulagðrar hópleitar að brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 40-69 ára, er 713.181.935 kr. Heildarkostnaður samfélagsins ef engin skipulögð hópleit væri til staðar er 313.743.689 kr. Kostnaðarhagkvæmni skipulagðrar hópleitar að brjóstakrabbameini reiknast sem kostnaðarvirknihlutfallið ICER og er 60.156.362 kr. á hvert bjargað mannslíf og 4.394.260 kr. á hvert viðbótar lífár. Á árunum 2006-2007 er skipulagða hópleitin er að bjarga 6,64 mannslífum og 90,9 viðbótar lífárum.
    Niðurstaðan er sú að skipulagða hópleitin að brjóstakrabbameini virðist kostnaðarhagkvæm samanborið við erlendar rannsóknir og þau kostnaðarviðmið sem stofnanir eins og WHO og NICE hafa sett sem ásættanlegur umfram kostnaður á hvert viðbótar lífár.

Samþykkt: 
  • 26.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009_fixed.pdf341.31 kBLokaðurHeildartextiPDF