is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4051

Titill: 
  • Þinglýsing forkaupsréttar fasteigna
Titill: 
  • Notarized preemtion rights of real estate
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvaða réttarreglur gilda um þinglýsingu forkaupsréttar fasteigna. Leitaðist höfundur eftir því að skoða hversu skýrar lagaheimildir væru um forkaupsrétt, hvers lags réttindi það væru ásamt því hvort að önnur réttindi kynnu að ganga framar forkaupsrétti aðila. Þar sem forkaupsréttur er íþyngjandi kvöð á ráðstöfunarrétt aðila á eign sinni þá skiptir miklu máli að samningar þess efnis séu skýrir og orðalag ótvírætt. Einnig skiptir miklu máli að dómsstólar hafi ekki of mikið svigrúm til túlkunar á samningsákvæðum sem lúta að forkaupsrétti til að ekki skapist of mikil óvissa í dómskerfinu. Lagaákvæði sem gilda um þinglýsingu forkaupsréttar eru að mestu leyti frekar skýr. Sérstaklega má nefna að lög um þinglýsingu innihalda ákvæði um flest ágreiningsmál sem upp kunna að koma og er einnig sérstaklega tekið á því í lögunum hvernig starfshættir þinglýsingarstjóra skuli viðhaldnir. Einnig það sem máli skiptir í þinglýsingu er að staðið sé rétt að verki þar sem þinglýst skjöl eiga að veita aðilum ákveðna réttarvernd gagnvart til að mynda þriðja aðila. Þegar um þinglýstan forkaupsrétt er að ræða er það á valdi hins opinbera að skrá þau réttindi á veðbókarvottorð sem hinn almenni borgari á að geta treyst.

Samþykkt: 
  • 27.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigridur_silja_fixed.pdf800.3 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna