ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4055

Titill

Ernest Maison Satow og staða Austur-Asíu í vestrænni heimsmynd

Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um skilning manna á Austur-Asíu í gegnum tíðina en við frásögn er aðallega stuðst við reynslu Breta að nafni Ernest Satow. Satow dvaldi afar lengi í Japan á seinni hluta 19. aldar og nokkur ár í Kína snemma á þeirri 20. og er því notaður sem útgangspunktur. Í upphafi ritgerðar er stuttlega farið í gegnum sögu samskipta Vesturlandabúa við Japan og Kína og helstu kenningar vestrænna hugsuða um samfélög Austur-Asíu. Því næst er sjónarhólinum beint að Satow og sagt er frá reynslu hans og samferðamanna hans í Japan á árunum 1862-1864 og greint er frá þeim atburðum sem leiddu til Meiji endurreisnarinnar og iðnvæðingar Japans. Eftir það er sjónum beint stuttlega að því hvernig skilningur manna á Asíuþjóðunum breyttist á seinni hluta 19. aldar og fjallað um hugtök á borð við „gulu hættuna“ og félagslegan Darwinisma. Satow starfaði sem diplómati í Kína á árunum 1900-1906 svo tekin verða fyrir helstu mál sem á dagskrá hans voru þau ár og þar ber helst að nefna boxarauppreisnina, innrás Breta inní Tíbet og stríð Japana og Rússa. Í lokin verður rætt um skilning Satows á löndunum og sá skilningur vestrænna manna sem rætt hefur verið um tengdur nútímanum. Þar verður m.a. rætt um algengar skoðanir Vesturlandabúa á Kína og Kínverjum auk þess sem gerð verður grein fyrir gangrýni Kishore Mahbubani á samskipti vesturlanda og hins svokallaða þriðja heims auk þess sem Vestræn heimsmynd verður rædd lítillega út frá kenningum breska stjórnmálaheimspekingsins John Gray.

Athugasemdir

Vantar forsíðu og titilsíðu

Samþykkt
7.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hrannar_Baldvinsso... .pdf1,01MBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna