is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/406

Titill: 
  • Markaðsrannsókn á WiseFish hugbúnaðinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar fyrirtæki, eins og Maritech, hefur náð markaðsráðandi stöðu er mikilvægt að hafa hugmynd um hvert viðhorf neytandans er gagnvart vöru þess eða þjónustu. WiseFish hugbúnaður Maritech þjónar þremur helstu sviðunum innan sjávarútvegsins sem eru útgerð, vinnsla og sala. Því var helsta markmið þessa verkefnis að athuga hvaða þættir innan hvers sviðs viðmælendur töldu vera mikilvægasta. Annað markmið rannsóknarinnar var að fá fram hvort viðskiptavinir Maritech séu ánægðir með fyrirkomulagið á hugbúnaðinum WiseFish sem og þær skýrslur sem hugbúnaðurinn býður upp á. Aðferðafræði markaðsrannsókna var notuð sem grunnur að þessu verkefni og hannaður var þrískiptur spurningalisti. Spurningalistinn náði yfir áðurnefnd þrjú svið sjávarútvegsfyrirtækja, útgerð, vinnslu og sölu. Upplýsingaöflun fór svo fram með símakönnun.
    Niðurstöður könnunarinnar gáfu skýrar og greinargóðar upplýsingar um hvað mætti betur fara í hugbúnaðinum WiseFish. Einna helst var það að viðmælendur töldu að fyrirkomulag á skýrslum mætti vera betra og kom sama niðurstaða fram á öllum þremur sviðunum. Annað sem kom fram var að viðmælendur nota ekki WiseFish hugbúnaðinn eingöngu, heldur nota önnur forrit því samhliða. Lagt var til að bæta tengingar milli kerfa til að auðvelda neytendum slíka vinnu eða koma í veg fyrir að neytendur neyðist til að leita í önnur kerfi samhliða WiseFish. Einnig þótti viðmælendum innleiðingarferlið á WiseFish of langt. Ef hugbúnaðurinn væri einfaldaður á einhvern hátt gæti það þar með leitt til aukinnar ánægju viðskiptavinarins. Mikilvægt er fyrir Maritech að gera WiseFish hugbúnaðinn notendavænni og aðgengilegan fyrir jafnt nýja sem gamla viðskiptavini.
    Lykilorð: Markaðsrannsókn; WiseFish; símakönnun; sjávarútvegsfyrirtæki; rekjanleiki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
wisefish.pdf929.91 kBTakmarkaðurMarkaðsrannsókn á WiseFish hugbúnaðinum - heildPDF