ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4074

Titill

Myndlistargagnrýni : eintal sem leitar eftir samræðu : viðhorf aðila innan myldistarsviðsins til myndlistargagnrýni í fjölmiðlum á Íslandi

Skilað
September 2009
Útdráttur

Rannsókn þessi byggir á að kanna viðhorf aðila innan myndlistarsviðsins til myndlistargagnrýni í fjölmiðlum á Íslandi. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar eru kenningar franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu. Í upphafi verkefnisins er fjallað um þann bakgrunn sem myndlistargagnrýni í nútímanum sprettur úr, m.a. út frá alþjóðlegum hugmyndum. Því næst er athugað við hvaða skilyrði myndlist á Íslandi er og hefur verið framleidd, í þeim tilgangi að tengja þróun myndlistargagnrýni á Íslandi við myndlistarsviðið í heild sinni. Tekið er dæmi um átök innan myndlistarsviðsins og hlutverk gagnrýnenda er greint út frá þeirri umfjöllun. Átökin áttu sér stað á tímabilinu frá 1950 til 1970, eða frá því að abstrakt listamennirnir komu fram á sjónarsviðið og þar til hugmyndafræðilega listin var kynnt til sögunnar með SÚM hópnum. Rakin er þróun myndlistargagnrýni á Íslandi frá byrjun 20. aldar til samtímans. Rannsóknin sjálf byggist á spurningakönnun, viðtölum og vettvangsrannsóknum til þess að öðlast meiri yfirsýn yfir stöðuna og viðhorfin til myndlistargagnrýni. Greining gagnanna byggist á að fá heildstætt viðhorf til hlutverks gagnrýnenda og í því samhengi viðhorf til fjölmiðla, frama listamanna, listaverkamarkaðarins, ástæður og afleiðingar hverfandi myndlistargagnrýni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikil þörf sé á myndlistarumræðu á íslandi. Íslenska myndlistarsviðið hefur þróast í átt að alþjóðlegum viðmiðum um markaðsvæðingu myndlistar. Svo virðist sem mikill skortur sé á myndlistargagnrýnendum á Íslandi. Að auki benda niðurstöður á það að þrátt fyrir að þátttakendur rannsóknarinnar séu allir á þeirri skoðun að allt of lítil myndlistargagnrýni sé í íslenskum fjölmiðlum þá virðast þeir vilja fá aukna umfjöllun um sig, en ekki endilega í formi gagnrýni heldur samræðu um hlutverk og gildi listaverksins í samfélaginu.

Samþykkt
29.10.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
gudlaug_jakobsdott... .pdf1,05MBOpinn Ritgerðin öll PDF Skoða/Opna